Slysaflokkar
Þegar umferðarslys á sér stað á sá sem í því lendir rétt á bótum fyrir allt það tjón sem hann verður fyrir. Þetta á jafnt við um ökumann, farþega og aðra þá sem kunna að verða fyrir tjóni.
Bótaréttur vegna frítímaslysa er almennt ekki víðtækur og jafnvel enginn. Sá sem verður fyrir slysi í frítíma sínum getur samt sem áður átt rétt til bóta úr eigin tryggingum, svo sem frítímaslysatryggingu sé hún innifalin í heimilis- eða fjölskyldutryggingu viðkomandi.
Þeir sem verða fyrir líkamsárás eiga alla jafna rétt á bótum frá gerandanum. Mikilvægt er að sá sem fyrir slíkri árás verður leggi fram kæru til lögreglu án tafar og leiti aðstoðar lögmanns svo að bótakrafa komist að í sakamáli, ef til ákæru kemur.
Þeir sem verða fyrir líkamstjóni af völdum vanrækslu eða mistaka heilbrigðisstarfólks kunna að eiga rétt á bótum á grundvelli laga um sjúklingatryggingu burtséð frá því hvort um sé að ræða sök þess aðila sem olli tjóninu. Á þetta bæði við um sjúkrahús og einkastofur.
Íþróttafólk sem verður fyrir slysi á æfingum og í keppnum getur átt rétt á bótum frá Sjúkratryggingum Íslands og/eða tryggingarfélagi viðkomandi íþróttafélags.