FERILL MÁLS
Kynntu þér ferlið
SKREF 1
Tilkynningar
Mikilvægt er að bregðast fljótt við og tryggja sönnun atvika strax í kjölfar slyss þar sem slíkt getur auðveldað okkur að gæta hagsmuna þinna.
SKREF 2
Gagna- og upplýsingaöflun
Í framhaldinu er gott að hafa samband við okkur til að koma málunum í réttan farveg. Þá getum við strax veitt þér ráðgjöf um næstu skref og farið af stað með gagna- og upplýsingaöflun.
SKREF 3
Mat á afleiðingum
Bótamál getur tekið langan tíma og oftast er það þannig að a.m.k. eitt ár líði frá slysi þar til hægt er að meta afleiðingar þess fyrir tjónþola.
SKREF 4
Bótauppgjör
Oftast næst samkomulag um uppgjör bóta og þá einkum þegar tryggingarfélag er bótaskylt. Komi til ágreinings um bótaskyldu eða fjárhæðar bóta sjáum við um að leita atbeina viðeigandi úrskurðarnefnda og/eða dómastóla.