Nánar um feril máls

Það er mikið áfall að lenda í slysi. Í kjölfar slyss geta orðið miklar breytingar á lífi einstaklings, bæði líkamlegar og andlegar. Heilsan er okkar dýrmætasta eign og því mikilvægt að rétt sé brugðist við ef slys ber að höndum.

Mikilvægt er að bregðast fljótt við og tryggja sönnun atvika strax í kjölfar slyss þar sem slíkt getur auðveldað okkur að gæta hagsmuna þinna. Er það gert t.d. með því að leita læknisaðstoðar, skrifa tjónaskýrslu og/eða gefa lögregluskýrslu. Einnig er mikilvægt að tilkynningarskyldu til tryggingarfélags sé fullnægt. Ef tilkynningarskyldu til viðeigandi aðila er ekki fullnægt getur slíkt leitt til þess að bótaréttur skerðist eða jafnvel glatist.

Í framhaldinu er gott að hafa samband við okkur til að koma málunum í réttan farveg. Þá getum við strax veitt þér ráðgjöf um næstu skref og farið af stað með gagna- og upplýsingaöflun. Einnig sendum við tilkynningar til hlutaðeigandi aðila. Við sjáum um að afla matsgerða og göngum frá bótagreiðslum við tryggingarfélögin. Áður en gengið er til uppgjörs við tryggingarfélögin förum við yfir málið með þér. Helstu gögn í slysamálum eru jafnan áverkavottorð og vottorð heimilis- eða sérfræðilæknis. Þá getur einnig verið um að ræða vottorð annarra meðferðaraðila sem tjónþoli hefur leitað til, svo sem skýrsla frá sjúkraþjálfara eða sálfræðingi. Það er mikilvægt að bíða ekki með það að leita til okkar þar sem slíkt getur leitt til þess að bótaréttur glatist.

Bætur er þó hægt að sækja í nokkur ár eftir slys. Það er því um að gera að hafa samband við okkur og kanna stöðuna þó að langt sé liðið frá því að slys varð.

Bótamál getur tekið langan tíma og oftast er það þannig að a.m.k. eitt ár líði frá slysi þar til hægt er að meta afleiðingar þess fyrir tjónþola. Á þessu kunna þó að vera undantekningar vegna seinkunar á bataferlinu, það er að segja ef tjónþoli hefur til dæmis þurft að gangast undir aðgerð vegna afleiðinga slyssins. Erfitt er að segja til um það hversu langan tíma það tekur að innheimta slysabætur, enda ekkert mál eins.

Oftast næst samkomulag um uppgjör bóta og þá einkum þegar tryggingarfélag er bótaskylt. Komi til ágreinings um bótaskyldu eða fjárhæðar bóta sjáum við um að leita atbeina viðeigandi úrskurðarnefnda og/eða dómastóla.


Tilkynningar

Mikilvægt er að bregðast fljótt við og tryggja sönnun atvika strax í kjölfar slyss þar sem slíkt getur auðveldað okkur að gæta hagsmuna þinna.

Gagna- og upplýsingaöflun

Í framhaldinu er gott að hafa samband við okkur til að koma málunum í réttan farveg. Þá getum við strax veitt þér ráðgjöf um næstu skref og farið af stað með gagna- og upplýsingaöflun.

Mat á afleiðingum

Bótamál getur tekið langan tíma og oftast er það þannig að a.m.k. eitt ár líði frá slysi þar til hægt er að meta afleiðingar þess fyrir tjónþola.

Bótauppgjör

Oftast næst samkomulag um uppgjör bóta og þá einkum þegar tryggingarfélag er bótaskylt. Komi til ágreinings um bótaskyldu eða fjárhæðar bóta sjáum við um að leita atbeina viðeigandi úrskurðarnefnda og/eða dómastóla.

GÓÐ RÁÐ

  • Mikilvægt er að leita strax til læknis í kjölfar slyss þó svo að þú finnir ekki strax fyrir verkjum eða öðrum óþægindum, enda getur slíkt komið fram síðar. Það er afar mikilvægt að allar helstu upplýsingar um slys séu til í sjúkragögnum frá upphafi.
  • Skráðu niður allar helstu upplýsingar, svo sem þann tíma sem þú hefur verið frá vinnu. Mundu einnig að skrá niður alla þá verki sem þú hefur fundið fyrir í kjölfar slyss, hvort sem þeir eru smáir eða stórir. Það er lækna að meta hvort verkirnir tengist slysinu.
  • Tryggingarfélagið getur óskað eftir því að fá fatnað og aðra hluti sem skemmast í slysi til skoðunar. Það er því mikilvægt að geyma slíkt ef viðkomandi vill fá það bætt.
  • Fjárhæð sjúkrakostnaðar (útlagðs kostnaðar), svo sem kostnaðar vegna læknishjálpar í kjölfar slyss byggist fyrst og fremst á fyrirliggjandi gögnum, það er kvittunum o.s.frv. Það er því mikilvægt að varðveita kvittanir fyrir öllum útgjöldum sem tengjast slysi.
  • Farðu eftir fyrirmælum lækna. Sé ekki farið eftir þeirra fyrirmælum kann bótaréttur að skerðast og jafnvel glatast.

KOSTNAÐUR

Fyrsta viðtal við lögmann hjá TJÓNARÉTTI er tjónþola alltaf að kostnaðarlausu. Í upphafi máls þarf tjónþoli í flestum tilfellum ekki að inna af hendi neina fjárhæð, hvorki vegna öflunar gagna né vegna lögmannsaðstoðar.

Þá á tjónþoli í flestum tilfellum rétt á því að fá útlagðan læknis-, lyfja og sjúkraþjálfunarkostnað endurgreiddan frá viðkomandi tryggingarfélagi, Sjúkratryggingum Íslands eða atvinnurekanda.

Oftast greiðir viðkomandi tryggingarfélag lögmannskostnað tjónþola að stærstum hluta. Þetta á almennt við þegar um er að ræða umferðarslys og skaðabótamál. Í öðrum slysamálum þarf tjónþoli sjálfur að sjá um kostnað af lögfræðilegri þjónustu, en þann kostnað þarf tjónþoli almennt ekki að greiða fyrr en gengið hefur verið frá bótauppgjöri.

Komi til greiðslu bóta, þá er þóknun TJÓNARÉTTAR dregin af bótum í lok máls, en þóknunin er þá yfirleitt í hlutfalli við innheimtar bætur.


FYRNING OG FRESTIR

Algengt er að fólk átti sig ekki á því strax í kjölfar slyss að það eigi rétt á bótum. Þrátt fyrir að hægt sé að sækja bætur í nokkur ár eftir slys þá ráðleggjum við þeim sem lenda í slysi að leita til lögmanns eins fljótt og hægt er. Sé ekkert aðhafst í málinu kann bótaréttur að glatast.

Almenna reglan er sú að bótaréttur fyrnist á 10 árum eftir að slys á sér stað.

Þegar umferðarslys á sér stað er almenna reglan sú að bótaréttur fyrnist á 4 árum frá því að sá slasaði gat sett fram kröfu sína. Krafan fyrnist þó í síðasta lagi 20 árum eftir að tjónsatburði eða öðru atviki sem liggur til grundvallar ábyrgðinni lauk. Þá fyrnast vextir og dráttarvextir á 4 árum, óháð aðalkröfunni.

Þá þarf örorkumat almennt að liggja fyrir innan þriggja ára frá því að frítímaslys á sér stað.